fbpx

Að zippa er svipað og að taka bílaleigubíl. Nema þægilegra og auðveldara!

Þú bókar þegar þér hentar. Þú greiðir aðeins fyrir þann tíma sem þú notar bílinn og ólíkt bílaleigubíl þá er engin bið eftir afgreiðslu.

SPARAÐU TÍMA OG PENINGA

Að zippa er mun hagstæðara en að eiga bíl.
Þú þarft aldrei að eyða tíma og peningum í viðhald og allt hitt vesenið sem fylgir því að eiga bíl.
Zipcar bíður eftir þér hreinn og í góðu standi allt árið.

ENGIN FALIN AUKAGJÖLD

Verðið innifelur allt sem þarf
til að aka af stað:  Bensín, tryggingar
og 55 km á klukkutíma.
Ah, einfaldara getur það ekki verið.

FULLKOMIN VIÐBÓT VIÐ BÍLLAUSAN LÍFSTÍL

Að zippa er frábær viðbót við umhverfisvænan ferðamáta, strætó, hjól, og gönguferðir.  Þú getur zippað í verslunarleiðangurinn, með vinunum í bíó eða alla fjölskylduna í sund. Zipcar er lausnin þegar þú þarft á bíl að halda.

Þægindi í fyrirrúmi

Þú hefur alltaf aðgang að hreinum og þægilegum bíl og borgar aðeins þegar þú notar hann. Það er þægilegt að zippa.

Svona virkar Zipcar

Það eru 4 einföld skref að frelsinu

SKRÁNING

Þú sækir um á netinu og færð aðgang að appinu. 

BÓKAÐU

Þú getur bókað Zipcar frá klukktíma allt upp í sólarhring.

OPNAÐU

Þú opnar Zipcar með appinu. Voila! Og bíllinn er þinn.

AKTU

Njóttu þess að zippa. Þegar ferðinni lýkur leggur þú bílnum aftur á sama stað og læsir með appinu.  

Minna vesen því allt sem þú þarft er innifalið.

Það er dýrt að eiga bíl. Það er ódýrt að zippa. Njóttu þess að nota bílinn en láttu okkur borga bensínið, tryggingarnar og sjá um viðhaldið.

VEGALENGD

Zippaðu hingað, þangað, hvert sem er!  Í búðina, á völinn, í heimsókn, á kaffihús, hvert sem þú vilt. Það eru 55 km innifaldir í hverri klukkustund.

BENSÍN

Þú fyllir á tankinn með bensínkortinu sem fylgir bílnum. Við borgum.

TRYGGINGAR

Við borgum tryggingarnar fyrir þig því við vitum að það er miklu skemmtilegra að nota peningana í sumarfríið.  Farðu varlega og njóttu.

MEÐLIMUR

Meðlimir hafa aðgang að öllum Zipbílum. Þú velur hvaða bíll hentar þér hverju sinni.

APP Í SÍMANN

Þú finnur bílinn, bókar, greiðir og læsir – allt með appinu. Þú ert einfaldlega með bílinn í vasanum þegar þú þarft hann.

Meðlimagjald frá 500 kr á mánuði eða 6.000 kr á ári.

Akstursgjald frá 1.300 kr á klst.

HVAR ERU ZIPBÍLAR?

Hér og þar á höfuðborgarsvæðinu og í fjölmörgum erlendum stórborgum.

 

Sendu okkur þína tillögu!

Veldu nýja staðsetningu með því að:
- ýta á kortið,
- velja heimilisfang eða
- draga Zipcar merkið
Settu síðan nafnið þitt og email hér að neðan