fbpx

Hvernig getum við aðstoðað?

Um Zipcar

Að gerast meðlimur Zipcar

Hvað er Zipcar?

Zipcar veitir fólki og fyrirtækjum aðgang að hentugum bíl nálægt heimili, vinnustað og skóla. Zipcar brúar bilið milli einkabílsins og almenningssamgangna og gefur því fólki kost á að lifa bíllausan lífstíl án þess að fórna því að hafa bíl við hendina.

Já! Zipcar leggur áherslu á jákvæð áhrif á umhverfið.

Meðlimir Zipcar nota aðeins bíl þegar raunveruleg þörf er á.

Rannsóknir hafa líka sýnt að einkabílum fækkar um 10-15 fyrir hvern Zipcar. Sem minnkar umferð, fjölgar lausum bílastæðum og minnkar kolvetnis útblástur.

Já, Zipcar er eitt stærsta „carsharing“ fyrirtæki í heimi með yfir 10.000 bíla og yfir 1.000.000 meðlimi.

„Carsharing“ eða deili-bílar er mjög hentug og algeng þjónusta í erlendum borgum með síauknum vinsældum.

Með deili-bílum getur þú bókað, opnað og læst bílnum með appi og getur skotist á honum í stutt snatt. Þannig deilir þú bílnum með öðrum sem nýta hann í svipuðum tilgangi.

Þú getur afbókað bílinn endurgjaldslaust ef þú gerir það innan 5 mínútna frá því að bókunartíminn þinn hófst.

Hvar ?

Þú getur séð allar staðsetningar Zipcar á korti á heimasíðunni okkar.

Staðsetningar Zipcar á Íslandi eru:

Háskólinn í Reykjavík

Landspítalinn á Hringbraut

Eiríksgata 5

Háskóli Íslands

Stúdentagarðar Eggertsgötu

Holtagarðar

Orkustofnun – Grensásvegi 9

Lindargötu 7

Tjarnagötu 11

Borgartúni 7

Landspítala Fossvogi

 

 

Já! Við viljum endilega heyra þína tillögu.

 

Endilega sendu okkur tölvupóst á zipcar@zipcar.is eða talaðu við okkur í gegnum Zipcar Facebook.

Kaskótrygging er alltaf innifalin með 100.000 kr sjálfsábyrgð.

Umsókn

Til þess að gerast meðlimur að Zipcar þarft þú:

  • Að vera 18 ára 
  • Að hafa gilt ökuskírteini í að minnsta kosti eitt ár
  • Að eiga kredit- eða debetkort

Þú getur nýskráð þig hér.

Samþykktarferlið tekur innan við 24 tíma.

Um leið og þú ert samþykktur nærð þú í Zipcar Iceland appið og um leið getur þú farið að nota Zipcar!

Það tekur í mesta lagi 24 tíma að samþykkja nýskráningu nema að það vanti upplýsingar eða þær eru vitlausar.

Um leið og þú ert samþykktur getur þú byrjað að nota Zipcar!

Áskrift

Ef þú ert með fyrirtæki sem vilt nýta þjónustu Zipcar hafðu samband við okkur hér.

Ef fyrirtækið sem þú vinnur hjá er með Zipcar-reikning og þig vantar fyrirtækjaaðgang, hafðu samband við viðeigandi yfirmann.

 

 

Þú ættir að finna áskriftarleið sem hentar þér hér.

Þú getur prófað Zipcar frítt í 30 daga og þú færð frían klukkutíma með!

Veldu Zipsmart og þú færð fyrsta mánuðinn frítt.

Bókanir 101

Að bóka Zipcar

Þú bókað bílinn með Zipcar Iceland appinu. Þú nærð í það   inn á IOS app store og Android Market. En fyrst er nauðsynlegt að skrá sig sem meðlim  hér inn á heimasíðunni til að fá lykilorð og notandanafn inn á appið.

Það er hægt að bóka Zipcar í allt frá klukkutíma til 24 tíma. Hægt er að skila allt að 15 mínútum of seint án þess að borga fyrir næsta klukkutíma.

Þú getur afbókað bílinn endurgjaldslaust ef þú afbókar bílinn innan 5 mínútna frá því að bókunartíminn þinn hófst.

Hvað er innifalið ?

Það eru 55 kílómetrar innifaldir með hverjum leigðum klukkutíma eða 200 km/sólahring

Bensín er innifalið í leigunni. Það er bensínkort í bílnum sem þú getur notað til þess að fylla á Zipbílinn og við sjáum um reikninginn.

Kaskótrygging er alltaf innifalin með 100.000 kr sjálfsábyrgð.

Grunnatriði bókunnar

Núna erum við með Hyundai i-10 smábíla og Nissan Leaf rafmagnsbíl sem eru mjög hentugir fyrir miðbæ Reykjavík. Endilega láttu okkur vita ef þú vilt sjá annan bíl í Zipcar.

Einungis meðlimurinn sem bókaði Zipbílinn má keyra hann.

6 einfaldar reglur

Farðu yfir bílinn að utan og innan áður en þú leggur af stað. Það er mjög mikilvægt að tilkynna vandamál til okkar. Hafðu augun opin fyrir:

  • Tjóni: Rispur eða beyglur, sem eru stærri en kreditkort,  innan eða utan á bílnum.
  • Bensín: Bensíntankurinn á að hafa að minnsta kosti 1/4 að bensíni.
  • Hreinlæti: Bíllinn á að vera hreinn. Láttu okkur vita ef þér finnst bíllinn vera óhreinn
  • Viðvörunarljós í bíl: 

Þú getur tilkynnt tjón með appinu með því að ýta á „Report Damage“ í leigu-glugganum þínum. Þar getur þú tekið mynd af tjóni og sent það til okkar, síðan getur þú keyrt af stað. Ef þú vilt tilkynna einhvað annað eða ef þú ert óviss um að bíllinn sé ökufær þá getur þú hringt í 491-4400.

 

Það er mikilvægt að þú takir alla muni með þér og takir með þér allt rusl úr bílnum. Zipcar skoðar ekki né hreinsar bílinn á milli hverja einustu leigu. Því er mikilvægt að skilja við bílinn eins og þú vilt koma að honum. Zipcar meðlimum má líkja við fjölskyldu sem vill fara vel með sameignina fyrir næsta fjölskyldumeðlim.

Það er stranglega bannað að reykja í Zipbílnum það á líka við um rafrettur.

Það þarf að skila bílnum með að minnsta kost 1/4 fullum bensíntanki. Ef að þú ert á rafmagnsbíl settu hann í samband þegar þú skilar honum.

Skilaðu bílnum á réttum tíma. Ef að þú tefst og þarft að framlengja bókun hafðu samband í síma 491-4000 og við sjáum hvað við getum gert. Ef að þú skilar seinna en 15 mínútum eftir að bókunin þín klárast þurfum við að taka auka gjald sem við gefum næsta meðlim sem tafðist af því þú skilaðir of seint.

Við leyfum hunda og ketti í bílunum en aðeins ef þau eru í búri.