fbpx

Hvað eru Persónurekjandi upplýsingar?

Persónurekjandi upplýsingar eru upplýsingar notaðar til að bera kennsl á, hafa samband við eða að auðkenna einstakling í ákveðnu samhengi. Markmið persónuverndar skilmála þessa er að tryggja að meðhöndlun Zipcar á Íslandi á persónuupplýsingum sé í samræmi við sjónarmið og reglur um persónuvernd sbr. Ákvæði laga  persónuverndarreglugerðar evrópusambandsins, GDPR, sem innleidd er í íslenskan rétt með lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

 

Hvaða persónurekjandi upplýsingum söfnum við og hvernig notum við þær ?

Við söfnum eftirfarandi persónurekjandi upplýsingum þegar þú skráir þig í þjónustu Zipcar:

 • Nafn – viðskiptaþörf
 • Tölvupóstfang – viðskiptaþörf, til þess að hafa samband við þig og senda kvittanir
 • Heimilisfang – viðskiptaþörf
 • Símanúmer – viðskiptaþörf, til þess að hafa samband við þig
 • Lykilorð – nauðsynlegt til þess að gera þér að nota Zipcar
 • Kennitala – vegna aldrustakmarks og greiðslu
 • Ökuskírteinisupplýsingar – vegna lagalegrar skyldu og trygginga
 • Greiðslukortaupplýsingar – viðskiptaþörf, til að ganga frá greiðslu

 

Í tengslum við áskrift þína söfnum við líka upplýsingum um hvenær og hvar þú bókar og leigir bíl, í hversu langan tíma þú leigir bíl, lengd ferða, tjón, árekstra og aðrar upplýsingar tengdar Zipcar bílum og notkun þinni á þeim.

Ef þú lendir í árekstri, eða ef Zipcar bíll lendir í tjóni, bilun eða þjófnaði á meðan á leigu þinni stendur söfnum við upplýsingum um þau atvik eins og t.d. skýrslu eða lýsingu þinni á atvikinu, skýrslu frá lögreglu eða skýrslu frá þriðja aðila. Við notum þessar upplýsingar til þess að hjálpa þér og yfirvöldum í neyð og til þess að leysa atvik.

Við söfnum upplýsingum varðandi allar umferðar- og bílastæðasektir sem gerast á meðan leigu þinni stendur. Við notum þessar upplýsingar til þess að leysa þær sektir samkvæmt leiguskilmálum Zipcar.

Við getum safnað og tekið upp símtöl, sms og tölvupóstsamskipti okkar á milli til gæðaeftirlits, þjálfunar starfsfólks eða svipaðra ástæðna.

Auk ástæðna hér að ofan notum við upplýsingar til þess að skilja betur meðlimi Zipcar til að bjóða betri þjónustu og tilboð í framtíðinni.

 

GPS og eftirlitskerfi

Við gætum notað GPS til þess að finna staðsetningu Zipcar bíls á meðan leigu þinni stendur. Zipcar bílar gætu líka haft önnur tæki til þess að vakta stöðu bíls, slys og staðsetningu Zipcar bílsins. Þessar upplýsingar yrðu geymdar í tölvuþjón bókunarkerfi Zipcar og/eða í tölvuþjón Zipcar á Íslandi. Við notum þessar upplýsingar til þess að hjálpa við vegaaðstoð, til þess að finna týnda eða stolna Zipcar bíla eða til þess að fá upplýsingar varðandi árekstur og óhöpp.

GPS gögn gætu líka verið notuð til nafnlausra rannsókna á notkunarleiðir meðlima. Við gætum notað GPS til þess að skoða ferðir og hegðun meðlima á Zipcar bílum nafnlaust og deilt með öðrum aðilum til greininga. Þessi gögn hjálpa okkur að bæta þjónustu Zipcar og sjá áhrif Zipcar á umhverfið og umferð.

Zipcar gæti haft aðgang að eftirlitsmyndavélum við Zipcar stæði, til þess að vakta atvik við Zipcar stæði og skemmdarverk.

 

Hvar eru persónurekjandi upplýsingar geymdar ?

 

Bókunarkerfi

 

Við notum bókunarkerfi frá þriðja aðila sem eru staðsettir í Kanada. Þessi aðili er ekki hluti af GDPR sem geymir persónurekjandi upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir okkur til þess að bjóða upp á þjónustu Zipcar. Við erum með vinnslusamning við þriðja aðila sem geymir þessar upplýsingar en deilir þeim ekki.

Við gætum líka geymt sumar upplýsingar á tölvuþjón frá öðrum aðilum eins og t.d:

CRM og tölvupóstasamskipti – til þess að bæta þjónustu og senda tölvupósta

Bókhaldskerfi – Viðskiptaþörf, til þess að halda úti bókhald á viðskiptum.

Tölvuþjón/ský fyrir vefsíðu – Ef við erum að bjóða upp á frekari þjónustu eins og t.d. notendasvæði á netinu.

 

 

Hversu lengi höldum við þínum upplýsingum ?

 

Við geymum upplýsingar þínar eins lengi og þörf er á. Það fer eftir ýmsum atriðum eins og til dæmis hvort þú eigir aðgang hjá okkur, óuppgreiddar leigur eða til þess að fylgja lögum, þörfum bókhalds o.s.fr.

Eftirfarandi viðmið geta verið notuð til þess að ákveða hversu lengi við geymum þínar upplýsingar:

 

 • Þú ert skráð/skráður í þjónustu Zipcar.
 • Það eru samnings- eða lagalegar skyldur sem gera þær kröfur að við ákveðnar upplýsignar í tiltekinn tíma
 • Það eru lagaleg eða fjárhagsleg krafa sem tengist þinni leigu, áskrift eða öðru sambandi okkar
 • Það eru lög sem leyfa okkur að halda upplýsingum í ákveðinn tíma
 • Upplýsingarnar eru tilgreindar sem viðkvæmar upplýsingar, en þá geymum við þær upplýsingar í styttri tíma

 

Bein markaðssetning

 

Zipcar gæti notað persónurekjandi upplýsingar til þess að: Senda þér fréttir, upplýsingar um atburði, tilboð eða aðrar upplýsingar sem við höldum að þú hafir áhuga á. Við gerum þetta einungis með þínu leyfi.

Við gætum deilt persónurekjandi upplýsingum með þriðja aðila til þess að hjálpa okkur með markaðssetningu, tilboð eða til að senda skilaboð til þín í markaðslegum tilgangi.

 

Ef þú vilt ekki fá þessar upplýsingar getur þú smellt á „unsubscribe“ við eitthvað af þeim skilaboðum sem við sendum þér eða haft samband við okkur og beðið um að vera tekin/n af póstlista.

 

Ef þú skráir þig af póstlista getum við samt ennþá haft samband við þig vegna: aðgangs, bókana, leiga, kannana eða annarra atriða varðandi viðskipti okkar.

 

 

Réttindi þín

 

Þú hefur ákveðin réttindi þegar kemur að þínum persónurekjandi upplýsingum. Þú hefur aðgang að þeim nema að önnur lög takmarki þann rétt. Þú getur sent fyrirspurn á zipcar@zipcar.is til að fá upplýsingar um:

 

Leiðrétting: Þú hefur rétt á að biðja okkur um að leiðrétta rangar upplýsingar sem við geymum um þig.

 

Eyðing: Undir ákveðnum kringumstæðum átt þú rétt á að biðja okkur um að eyða eða fjarlægja persónurekjandi upplýsingum um þig. Í sumum kringumstæðum höfum við leyfi til þess að hafna eyðingu gagna samkvæmt lögum um viðskiptasögu, til dæmis, þegar persónurekjandi upplýsingarnar þínar eru nauðsynlegar til þess að fylgja lögum eða í tengslum við greiðslur.

 

Upplýsingar: Þú hefur rétt á og getur óskað eftir að fá að vita hvaða persónuupplýsingar eru skráðar um þig, hvernig þær eru tilkomnar og fá aðgang að persónuupplýsingunum þínum. Þú getur óskað eftir að fá upplýsingar um hvernig persónuupplýsingar um þig séu unnar og fá upplýsingar um hvort fram fari sjálfvirk ákvarðanataka með persónuupplýsingunum þínum hvaða rök eru fyrir ákvarðanatökunni og afleiðingar hennar.

 

Takmörkun: Þú hefur rétt á að takmarka vinnslu ákveðinna persónurekjandi gagna um þig, til dæmist til þess að passa upp á áreiðanleika gagna eða ástæðu vinnslu.

 

 

Hvernig verndum við upplýsingarnar þínar ?

 

Zipcar leggur mikla áherslu á að vernda vel allar persónuupplýsingar.

Á vefsíðu okkar notum við SSL-tækni til þess að senda þínar upplýsingar örugglega í bókunarkerfi okkar. Bókunarkerfi okkar geymir allar upplýsingar á dulkóðuðum tölvuþjón. Allir tölvuþjónar sem við notum dulkóða upplýsingarnar þínar. Tölvukerfi okkar er varið með vírusvörnum sem leita reglulega að öryggisbrest.

Allir sem hafa aðgang að þessum upplýsingum eru bundnir trúnaði.

Við munum tilkynna þér án tafar ef það kemur upp öryggisbrestur er varðar persónuupplýsingar þínar. Með öryggisbrest er átt við brot á öryggi sem verður til þess að eyðing, breyting, birting eða aðgangur sé veittur að persónuupllýsingum þínum, óviljandi eða með ólögmætum hætti.

 

 

 

Vefkökur

Við notum vefkökur til þess að aðgreina þig frá öðrum notendum vefsíðu okkar zipcar.is. Netvafrinn þinn vistar litlar textaskrár sem kallast vefkökur. Við getum notað vefkökur til þess að muna ákveðnar stillingar, bæta notendaupplifun notenda auk þess notum við vefkökur til þess að fá tölfræðiupplýsingar um notkun á zipcar.is

Zipcar.is notar Google Analytics til vefmælinga. Google analytics skráir nokkur atriði eins og t.d. tíma og dagsetningar leitarorð, gerð vafra og stýrikerfis, frá hvaða vef er komið og einkenna þína vél. Við gerum ekki tilraun til þess að tengja þessar upplýsingar við aðrar upplýsingar til þess að bera frekari kennsl á þig. Þessar upplýsingar eru notaðar til þess að bæta og þróa vef okkar með því að sjá þær síður sem notendur sækjast mest í og fleira.

 

Annað tengt persónustefnu

 1. Við söfnum ekki persónuupplýsingum um börn yngri en 18 ára.

 

 1. Persónuverndarstefna okkar er endurskoðuð reglulega og getur því breyst. Þér er ráðlagt að kynna þér persónuverndarstefnu okkar reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu okkar www.zipcar.is. Ef breytingar eru gerðar sem hafa áhrif á réttindi þín tilkynnum við þér um þær breytingar með tölvupóstaskilaboðum.