fbpx

 

Almennir skilmálar

 1. Skilgreiningar
  1. „Zipcar“ er vörumerki í eigu Alp hf. kt. 540400-2290.
  2. „Meðlimur“ er sá aðili er skráir sig í þjónustu Zipcar og samþykkir skilmála þessa.
  3. „Samningur“ er aðildarsamningur þessi, hvort sem hann er á prentuðu eða rafrænu formi.
  4. „Reglur Zipcar“: þeir skilmálar og reglur sem meðlimir þurfa að fylgja þegar þeir nota þjónustu Zipcar.
  5. „Umsókn“ eða „nýskráning“: umsókn um aðild að þjónustu Zipcar.
 2. Við það að skrá sig í þjónustu Zipcar samþykkir meðlimur ákvæði samnings þessa, skilmála og reglur Zipcar.
 3. Uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði til að geta sótt um skráningu í þjónustu Zipcar. Umsóknaraðili þarf:
  1. að vera orðinn 18 ára.
  2. að hafa haft fullgilt ökuskírteini í a.m.k. 12 mánuði.
  3. að eiga debet- eða kreditkort.
  4. að svara öllum spurningum við nýskráningu eftir bestu vitund.
 4. Þrátt fyrir að umsóknaraðili uppfylli öll ofangreind skilyrði (grein 3) verður viðkomandi ekki sjálfkrafa meðlimur Zipcar. Zipcar þarf að samþykkja skráningu viðkomandi. Zipcar áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna aðila án útskýringa.
 5. Zipcar getur afskráð meðlim úr þjónustu Zipcar án viðvörunar. Gerist það, getur meðlimur ekki notað þjónustu Zipcar.
 6. Hafi meðlimur aðsetursskipti, meðan á aðild stendur, skal hann tilkynna Zipcar um þau um leið og þau verða. Sama á við ef breytingar verða á greiðslukortaupplýsingum greiðslukorts sem lagt er fram til greiðslu fyrir þjónustu Zipcar.
 7. Sé fyrirtæki greiðandi klukkustundargjalds Zipcarmeðlims ber fyrirtækið ábyrgð á þeim tjónum sem kunna að verða á ökutækinu á meðan á notkun stendur sem og að meðlimur uppfylli skilmála Zipcar. Fyrirtækinu er þá einnig skylt að borga allar sektir vegna brota meðlims á reglum Zipcar og/eða umferðarlagabrota.
 8. Öll ökutæki Zipcar eru búin ökurita sem leyfa Zipcar að staðsetja ökutæki sé þess þörf, t.d. við þjófnað á ökutæki. Með því að gerast meðlimur Zipcar lýsir meðlimur því yfir að hann sé meðvitaður um þetta.
 9. Zipcar áskilur sér rétt að fjarlægja eða færa bíla frá staðsetningum.
 10. Zipcar áskilur sér rétt að breyta skilmálum þessum. Zipcar skuldbindur sig að tilkynna meðlimum um breytingar.

Leigan

 1. Einungis sá meðlimur sem á þann aðgang, sem bókað er frá, hefur heimild til að aka ökutækinu sem hann bókar.
 2. Meðlim er skylt að skoða ökutæki við upphaf leigu og tilkynna tjón, óhreinindi eða vandamál sem rekja má til annarra meðlima, til Zipcar.
 3. Meðlim er skylt að skila ökutækinu með a.m.k. ¼ tank af eldsneyti eða setja ökutækið í hleðslu, sé það rafknúið. Zipcar getur sektað meðlim skv. verðskrá ef misbrestur verður á þessu.
 4. Meðlim ber að framlengja leigu, ef hann þarf að nota ökutækið í lengri tíma en hann upphaflega bókaði. Einungis er hægt að framlengja leigu sé ökutækið ekki bókað fyrir annan meðlim á sama tíma.
 5. Ef meðlimur skilar ökutæki seinna en hann upphaflega bókaði, án þess að framlengja, getur Zipcar sektað meðlim skv. verðskrá.
 6. Kílómetrafjöldi sá sem innifalinn er í klukkustundargjaldi Zipcar ákvarðast með álestri á venjulegan kílómetramæli sem fylgir ökutækinu frá framleiðanda. Meðlimur skal tilkynna Zipcar svo fljótt sem auðið er, ef kílómetramælirinn er eða verður óvirkur á leigutímanum. Zipcar hefur heimild til að áætla kílómetrafjölda í því tilviki að kílómetramælir er óvirkur.
 7. Með hverri leigu fylgir kaskótrygging. Sjálfsábyrgð í hverju tjóni á smábíl er kr. 100.000,- og kr. 170.000.- í hverju tjóni á stærri bílum. Sjá nánar í kafla um tryggingar.
 8. Þurfi meðlimur vegaaðstoð frá Zipcar á meðan á notkun stendur getur Zipcar rukkað meðlim kr. 5000.- Undantekningar á lið þessum:
  1. ef um er að ræða almenna bilun ökutækis eða búnaðar sem meðlimur ber ekki ábyrgð á.
  2. ef meðlimur þarf vegaaðstoð vegna brots fyrri meðlims við notkun á ökutækinu.

 

Meðferð Zipbíla

 1. Ökutæki skal stjórnað og ekið gætilega. Notkun ökutækisins skal vera í samræmi við landslög og/eða ákvæði skilmála þessara.
 2. Meðlimur ber ábyrgð á tjóni gagnvart þriðja aðila sem ekki fæst bætt af vátryggingafélagi ökutækisins.
 3. Meðlim er m.a. óheimilt
  1. að aka á vegum sem eru F-merktir á opinberum kortum.
  2. að nota ökutækið til æfingaraksturs án samþykkis Zipcar.
  3. að nota ökutækið til flutninga á farþegum gegn greiðslu, lána það eða framleigja.
  4. að flytja bifreið úr landi.
 4. Meðlimur skal ganga vel um ökutækið og skila því hreinu að innan. Ef meðlimur skilar ökutæki ítrekað óhreinu hefur Zipcar heimild til að beita meðlim sekt skv. verðskrá.
 5. Reykingar og notkun á rafrettum eru bannaðar í ökutækinu. Zipcar getur sektað meðlim ef reykt er í ökutækinu, skv. verðskrá
 6. Gæludýr eru einungis leyfileg í ökutækjum Zipcar svo lengi sem þau eru höfð í þar til gerðum búrum. Zipcar getur rukkað meðlim um þrifgjald skv. verðskrá finnist óhreinindi í ökutækinu sem rekja má til dýra. Einnig getur Zipcar rukkað meðlim um sjálfsábyrgð kaskótryggingar ef skemmdir eða tjón finnast í ökutækinu sem rekja má til dýra.
 7. Lykill að ökutækinu skal ávalt vera inni í því. Einungis skal nota Zipcar-appið til að aflæsa og læsa ökutækinu. Meðlimur ber ábyrgð á lykli ökutækis meðan á leigu stendur, hvort sem ökutækið er í akstri eða ekki. Gerist það að lykill týnist getur Zipcar rukkað meðlim fyrir týndan lykil skv. verðskrá.
 8. Þurfi meðlimur að bæta eldsneyti á ökutækið er hann ábyrgur fyrir því að setja rétt eldsneyti á ökutækið. Rétt tegund eldsneytis er tilgreind á bensínloki ökutækis. Sé það ekki tilgreint þar skal meðlimur hringja í þjónustuver Zipcar og fá það uppgefið.
 9. Leigu telst ekki lokið fyrr en bíl er lagt í stæðið sitt og lykill er í hanskahólfi. Ef meðlimur uppfyllir ekki þessi skilyrði þegar ökutæki er skilað getur Zipcar rukkað meðlim fyrir leigutíma þar til skilyrði eru uppfyllt.

Tryggingar

 1. Tryggingafélag bifreiðarinnar er Tryggingamiðstöðin hf. (Síðumúla 24, 108 Reykjavík) og samþykkir leigutaki að þeim sé tilkynnt um leigusamning þennan og aðila hans. Samningur er háður skilyrðum Tryggingamiðstöðvarinnar varðandi iðgjöld og taka þau breytingum samkvæmt verðskrá Tryggingamiðstöðvarinnar.
 2. Hið leigða skal vátryggt með lögboðinni ökutækjatryggingu og kaskótryggingu ökutækis. Um vátryggingar þessar gilda skilmálar Tryggingamiðstöðvarinnar nr. 220 um ökutækjatryggingu sem felur í sér ábyrgðartryggingu, slysatryggingu ökumanns og bílrúðutryggingu og nr. 230 um kaskótryggingu ökutækja. Vátryggingaskilmálar eru m.a. aðgengilegir á heimasíðu Tryggingamiðstöðvarinnar, tm.is.
 3. Ábyrgðartrygging gagnvart þriðja aðila nemur þeirri upphæð sem íslensk lög kveða á um hverju sinni.
 4. Að því marki sem tjón á ökutæki fæst ekki bætt úr kaskótryggingu ökutækisins eða úr hendi þriðja manns, þ.m.t. ábyrgðartryggingu, ber leigutaki fulla ábyrgð á hverju tjóni sem verður á ökutækinu og getur ábyrgð hans numið allt að fullu verðgildi ökutækisins. Skal leigutaki greiða að fullu allan kostnað vegna tjóns eða skemmda á ökutækinu sem hann ber ábyrgð á skv. verðskrá eða verðmati frá leigusala. Kaskótrygging bætir tjón á ökutækinu eins og nánar er kveðið á um í gildandi vátryggingaskilmálum hverju sinni. Leigutaki greiðir eigin áhættu (sjálfsábyrgð) í hverju tjóni sem er nánar tilgreind í 16. grein í skilmálum þessum.
 5. Kaskótrygging ökutækis bætir skemmdir á ökutækinu af völdum skilgreindra tjónsorsaka sem verða með skyndilegum og óvæntum hætti. Dæmi um tjónstilvik sem kaskótrygging nær ekki yfir (ath. ekki tæmandi talning): a. tjón hlýst af því að vátryggður eða ökumaður hefur ekki öðlast réttindi til að aka ökutæki því sem um ræðir eða misst réttindi til að aka því, b. um er að ræða kappakstur, aksturskeppni, reynsluakstur eða æfingar fyrir slíkan akstur, nema um annað sé samið, c. um er að ræða akstur þar sem bannað er að aka ökutækinu, d. ekið er annars staðar en á vegum landsins, svo sem túnum, engjum, á snjósköflum, á ís, yfir óbrúaðar ár eða læki, um fjörur, forvaða, vegatroðninga og/eða aðrar vegleysur, þó að því undanskildu er skemmdir verða þegar ökumaður hefur neyðst til að aka út af akbraut, til dæmis vegna viðgerðar á vegi, e. skemmdir hljótast af því að ökutæki er ekið í vatni eða sjó, f. ökutækið er notað til annars aksturs en til þess sem getið er í skírteininu, g. vátrygging hefur fallið úr gildi vegna vanskila á iðgjaldi eða vegna uppsagnar, h. skemmdir verða af efnisgalla hönnunargalla, smíðisgalla, viðgerðargalla eða bilunar ökutækisins, þó bætast skemmdir sem hljótast af þessum orsökum á öðrum hlutum ökutækisins ef um áakstur, árekstur, veltu eða útafakstur er að ræða, i. ökutækið er fengið í hendur aðila sem er ófær til að aka skv. 44. gr. umferðarlaganna, j. skemmdir hljótast af völdum annarra náttúruhamfara en þeirra sem getur í g. til j. liðum svo sem eldgoss, jarðskjálfta eða sandfoks, k. tjónið verður rakið til stríðs, óeirða, uppþots, verkfallsaðgerða eða annarra sambærilegra atburða, l. skemmdir hljótast af völdum kjarnorku, jónandi geislunar og geislavirkra efna, m. um er að ræða tjón af völdum dýra.
 6. Ágreining varðandi vátryggingasamninga (ökutækjatryggingu og kaskótryggingu ökutækis) og bótaskyldu Tryggingamiðstöðvarinnar skv. þeim má skjóta til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum.

Greiðslur

 1. Með því að gerast meðlimur Zipcar hefur meðlimur veitt Zipcar heimild til að skuldfæra á greiðslukort skráð í aðgangi meðlims, þær greiðslur sem Zipcar ber réttilega að fá vegna ákvæða leigusamnings þessa. Zipcar er þannig heimilt að gjaldfæra á greiðslukort meðlims meðlimagjald og klukkustundargjald sem og annað það sem leigutaka ber að greiða samkvæmt leigusamningi þessum, svo sem greiðslur vegna tjóns sem verður á ökutæki á meðan það er í vörslu leigutaka, og skal leigusali einn hafa ákvörðunarvald um hvenær það skuli gert, og hvort það skuli gert í einu lagi eða ekki. Réttur þessi stendur óhaggaður á meðan aðili er meðlimur í Zipcar og í 6 mánuði eftir að meðlimur skráir sig úr Zipcar eða er afskráður af Zipcar.
 2. Meðlimagjald Zipcar og klukkustundargjald bera 24% virðisaukaskatt og taka breytingum skv. vísitölu neysluverðs.
 3. Fari ekinn kílómetrafjöldi umfram innifalinn fjölda kílómetra skal meðlimur greiða aukalega kílómetragjald skv. verðskrá.
 4. Meðlimur og/eða fyrirtæki er greiða meðlimagjald eru ábyrg fyrir öllum stöðumælasektum og sektum fyrir umferðalagabrot. Zipcar er heimilt að taka þjónustugjald í samræmi við verðlista vegna vinnslu sektargreiðsla. Sektir og þjónustugjöld verða skuldfærð á greiðslukort meðlims.
 5. Meðlimur skal borga meðlimagjald í hverjum mánuði þegar það á við. Ef meðlimur borgar ekki meðlimagjald á eindaga getur Zipcar rift samningi og lokað aðgangi meðlims að bókunarkerfi.
 6. Um samninga þá, sem gerðir eru á grundvelli ofangreindra skilmála, þar með talið bótakröfur sem eftir atvikum kunna að vera gerðar, skal fara að íslenskum lögum. Gildir það bæði um grundvöll og útreikning bóta. Sama gildir um bótakröfur á grundvelli bótaábyrgðar utan samninga. Rísi mál út af samningi þessum skal málið rekið fyrir varnarþingi leigusala.

 

 

Verðskrá

 • Gjald vegna óþrifnaðar                                                                                           5.000 kr
 • Gjald ef bíl er skilað með innan við ¼ af eldsneyti                                             2.500 kr
 • Gjald ef bíl er skilað of seint                                                                                   3.000 kr
 • Gjald fyrir að týna lykli                                                                                             kostnaður við að gera nýjan lykil + 5.000 kr
 • Gjald ef brotið er á reglum Zipcar                                                                       25.000 kr
 • Þjónustugjald fyrir skuldfærslu á umferðalagabrotum eða stöðusektum     1.500 kr
 • Vegaaðstoð                                                                                                                5.000 kr
 • Kílómetragjald                                                                                                           22 kr/km